Ísafjörður: skólastjórastaðan auglýst þrisvar

Kristján Arnar Ingason.

Tilkynnt hefur verið um ráðningu að Kristjáns Arnars Ingasonar í stöðu skólastjóri við Grunnskólann á Ísafirði og mun hann hefja störf við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst næstkomandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Hafdísi Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs var starf skólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði í þrígang á tímabilinu frá 23. febrúar til 2. júní 2022.  Umsækjendur voru eftirfarandi:

Adib Sheikh Ahmadi , túlkur, Kristján Arnar Ingason, umsjónarkennari og verkefnastjóri, Odet Rabada, leikskólakennari og Omid Yazdani, verkamaður.

Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Sviðsstjórinn og mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar héldu utan um ráðningarferlið og á endanum var það sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, sem réð nýja skólastjórann.

Í kynningu á nýja skólastjóranum segir vef Ísafjarðarbæjar:

„Kristján hefur 20 ára kennslureynslu en frá 2018 hefur hann starfað sem umsjónar- og faggreinakennari á eldra stigi og sem verkefnastjóri FabLab í Fellaskóla. Hann hefur jafnframt starfað tímabundið sem stigsstjóri eldra stigs, samhliða kennslu við skólann. Kristján starfaði sem deildarstjóri og umsjónarkennari við Birkimelsskóla og Patreksskóla árin 2016-2018 og þar áður sem fagstjóri og umsjónarkennari í Réttarholtsskóla árin 2002 til 2016. Á því tímabili (2008-2009) tók hann jafnframt að sér starf deildarstjóra unglingadeildar í Sæmundarskóla.“

DEILA