Ísafjörður: göngustígur í Sundstræti

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar telur að gerð göngustíg í Sundstræti sé ekki framkvæmdaleyfisskyld. Nefndin telur að framkvæmdin teljist óveruleg og þar með ekki háð framkvæmdaleyfi. Ekkert er þá formlega í veginum fyrir framkvæmdinni.

Göngustígurinn er frá Grjótaþorpi niður að Rækjuverksmiðjunni Kampa og liggur meðfram sjóvarnargarðinum, u.þ.b. 3,5 m breitt svæði. Í upphaf stígs og endi er ráðgert að gera áningarsvæði. Verkið felur í sér í jarðvinnu, lengingu ljósastrengs, útlögn burðarlags undir malbik. Lengd stígsins er um 350 m.

Í lýsingu segir að markmið breytingarinnar sé að tengja saman göngustíga meðfram strandlengju Eyrarinnar og stígakerfi bæjarins. Stígurinn neðan Sundstrætis verði framhald af göngustíg við Fjarðarstræti og tengir saman hverfin meðfram strandlengjunni.

DEILA