Ísafjarðarbær: sparað fyrir launum áheyrnarfulltrúa í bæjarráði

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Aukinn kostnaður um 1,3 m.kr. á þessu ári vegna launa áheyrnarfulltrúa í bæjarráði mun ekki falla á bæjarsjóð. Þar sem Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi er jafnfram bæjarstjóri mun hún ekki fá greiðslur fyrir setu á bæjarstjórnarfundum og lækkar því kostnaður bæjarsjóðs sem því nemur. Samkvæmt viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2022, sem bæjarráð afgreiddi á fundi sínum í gær, lækkar launakostnaður bæjarsjóðs fram til áramóta um 1,2 m.kr. Mismunurinn eru tæpar 97 þúsund krónur á þessu ári sem heildarkostnaður hækkar við þá ákvörðun að greiða áheyrnarfulltrúa í bæjarráði laun.

DEILA