Ísafjarðarbær: snjómokstur hækkar um 40 m.kr.

Snjómokstur á Ísafirði. Mynd: isafjordur.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til að kostnaður við snjómokstur í fjárhagsáætlun ársins verði hækkaður úr 40 m.kr. í 80 m.kr. í tillögu að viðauka við áætlunina kemur fram að kostnaður er þegar orðinn 74 m.kr. Áætlað er að snjómokstur frá okt-desember geti orðið á bilinu 5-15 m.kr.

Við breytinguna verður áætlaður rekstrarafgangur kr. 22.672.659 að rekstrarhalla kr. 17.327.341.

Á sama fundi var afgreidd beiðni Cycling Westfjords vegna hjólakeppni sem fram fer á Vestfjörðum 28. júní til 3. júlí 2022. Óskað var eftir því að styrkurinn fæli í sér lán á níu flaggstöngum, sem settar verða upp víðs vegar um Vestfirði, en færðar á hverjum degi, að næsta stoppi á hjólaleiðinni , auk upphafsstaðar og lokastaðar, á Ísafirði.
Þá var óskað eftir tveimur starfsmönnum til vinnu í þrjá tíma hvor, þann 28. júní annars vegar við upphaf keppni og þann 3. júlí hins vegar við lok keppni.

Bæjarráðið samþykkti lánið á flaggstöngunum en hafnaði styrkveitingu vegna starfsmannakostnaðar.

DEILA