Ísafjarðarbær semur við Edinborgarhúsið um aðstöðu fyrir ferðamenn

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samið við Edinborgarhúsið til sex mánaða um hreinlætisaðstöðu fyrir ferðmenn. Mun Edinborgarhúsið bjóða upp á kynjaskipta salernisaðstöðu á fyrstu hæð hússins auk sérstakrar aðstöðu fyrir hjólastóla. Almennur opnunartími er frá kl 9 – 23.

Kveðið er á um dagleg þrif og yfirferð í samningnum og merkingar til glöggvunar fyrir ferðamenn.

Samningurinn gildir út október 2022 og greiðir bærinn 100.000 kr fyrir hvern mánuð.

DEILA