Ísafjarðarbær: fjölgað í Dægradvöl

    Grunnskólinn á Ísafirði.

    Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að  bæta við einum 70% starfsmanni í frístundamiðstöðinni Dægradvöl sem og tveimur stuðningsfulltrúum, hvor í um 34% starfi vegna fjölgunar barna. Í minnisblaði sviðsstjóra skóla- og fjölskyldusviðs segir að starfsfólkið hæfi stöf um miðjan ágúst og að heildarkostnaður fyrir árið yrði kr.3.617.484.


    Gert er ráð fyrir að launahækkun verði mætt með því að nýta laun af launalið flokkstjóra Vinnuskólans, en ekki tókst að ráða í þau störf í sumar þrátt fyrir auglýsingu.

    DEILA