Hreinni Hornstrandir: 5 tonn af rusli í Furufirði

Hópurinn sem fór í Fururfjörð. Myndir: Hreinni Hornstrandir.

Um helgina var hin árlega ferð samtakanna Hreinni Hornstranda norður fyrir Ísafjarðardjúp til þess að hreinsa fjöruna. Að þessu sinni var farið í Furufjörð.

Á föstudaginn fóru 28 sjálfboðaliðar í Hrafnfjörð með Sif, bát frá Borea Adventures Iceland. Þaðan lá leið yfir Skoraheiði og niður í Furufjörð. Alllt var undir í hreinsuninni, áin, ósinn og ströndin. Á laugardagurinn var unnið allan daginn auk þess sem hafist var að ferja hrúgur í varðskipið Þór. Lagt var af stað kl 18:00 og buðu Hreinni Hornstrandir sjálfboðaliðum og áhöfn varðskipsins í grill á heimstíminu. Hreinsunin skilaði rúmlega 5 tonnum af rusli sem flutt til Ísafjarðar. Hreinni Hornstrandir þakka styrktaraðilum fyrir en auk Borea og Landhelgisgæslunnar eru það Ísafjarðarbær, Umhverfisstofnun, Klofningur og Sjóferðir.

DEILA