Fríar hlaupaæfingar í boði Sigurvonar

Hlaupaæfingar á vegum krabbameinsfélagsins Sigurvonar eru hafnar á Ísafirði á ný. Hlaupið er mánudag og miðvikudaga frá Torfnesi en þetta er í þriðja sinn sem félagið býður upp á fríar æfingar yfir sumartímann. Æfingarnar eru undir tilsögn Árna Heiðars Ívarsson, einkaþjálfa og hlaupara með meiru.

Hlaupafélagarnir hafa það að leiðarljósi að hafa gaman af þessari hollu hreyfingu ásamt því að auka andlega og líkamlega vellíðan sína. Hver þátttakandi getur stýrt sínu hlaupi eftir eigin getu.

Á fjórða tug meðlima, allt frá byrjendum til reyndra hlaupara, voru í fyrsta hópnum árið 2019 og hlupu flestir þeirra svo til styrktar Sigurvonar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbaka í ágúst. Sökum Covid-faraldursins hefur ekki tekist að halda maraþonið síðan en félagið hefur þó haldið úti hlaupaæfingum fyrir vestan. Vonir standa til að hægt verði að fjölmenna í Reykjavíkurmaraþonið í ágúst en það ekki skilyrði fyrir þátttöku að hlaupið sé til styrktar Sigurvonar. Allir eru velkomnir og aðalmarkmiðið að hafa gaman í góðum félgagsskapi og auka hreysti.

DEILA