Forsetheimsókn: síðari dagur

Forseti byrjaði daginn á sjósundi í Ísafjarðarhöfn en sótti svo fund með starfsmönnum Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Hnífsdal og þáði hjá þeim veitingar. Þá var haldið til Þingeyrar þar sem heimamenn kynntu starfsemi frumkvöðlasetursins Blábankans auk þess sem forseti skoðaði fiskeldiskerfi hjá Arctic Fish, heimsótti veitingastaðinn Simbahöllina, leikskólann Laufás og hjúkrunarheimilið Tjörn. Að því loknu var haldið til Suðureyrar þar sem viðkomustaðir voru þrír: fiskvinnslan Íslandssaga, leikskólinn Tjarnarbær og Fisherman, fyrirtæki sem bæði sinnir ferðaþjónustu og framleiðslu, aðallega úr sjávarfangi. Þá skoðaði forseti Byggðasafn Vestfjarða í Neðsta kaupstað á Ísafirði og lauk hann svo heimsókninni með því að skoða söfn og sýningar í Safnahúsinu og ræða þar við starfsfólkið.

Myndir: forseti.is

DEILA