Eyrin – Þróun og ásýnd 1866-2022

Ljósmyndasafnið Ísafirði hefur sett upp sýningu á ljósmyndum sem sýna hvernig eyrin í Skutulsfirði hefur breyst frá því að fyrsta ljósmyndin var tekin af eyrinni árið 1866 og til dagsins í dag.

Segja má að eyrin hafi verið í stöðugri mótun frá fyrri hluta 20. aldar og tekið miklum breytingum frá upprunalegri lögun.

Vöxtur bæjarins hefur kallað á aukið byggingarland og athafnasvæði þannig að í dag er eyrin umtalvert stærri en hún var fyrir 100 árum.

SÝNING Í SAFNAHÚSINU 15. JÚNÍ – 2. JÚLÍ

Sýningin er opin virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13-16.

DEILA