Eignir heimilanna jukust um 10,6%

Í árslok 2021 voru eignir heimilanna metnar á 8.491 ma.kr. og jukust um 10,6% frá fyrra ári. Fasteignir voru 73,8% af heildareignum og verðmæti þeirra 6.263 ma.kr. sem er 10,6% hækkun frá fyrra ári.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fjármála- og efnahagsmálaráðuneytisins um álagningu opinberra gjalda á einstaklinga.

Fasteignaeigendum fjölgaði um 3.455 fjölskyldur samkvæmt skattframtölum og voru 111.621. Framtaldar skuldir heimilanna voru við árslok 2.615 ma.kr. og hækkuðu um 9,9% milli ára. Þar af námu skuldir vegna íbúðarkaupa 1.954 ma.kr. sem er 11,5% hækkun frá því í árslok 2020. Nettóeign heimila, skilgreind sem heildareignir að frádregnum heildarskuldum, var samtals 5.876 ma.kr. og jókst um 10,9% á milli ára. Samtals voru 30.202 fjölskyldur með skuldir umfram eignir og fækkaði þeim um 231 á milli ára.

DEILA