Danska Lego-fjölskyldan fjárfestir í Kerecis fyrir fimm milljarða króna

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis hafi ákveðið að sækja 50-60 milljónir dala, eða sem nemur 6,6-8,0 milljörðum króna, í lokuðu útboði. Þar af hefur Kirkbi, fjárfestingarfélag dönsku Lego-fjölskyldunnar, skráð sig fyrir 40 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur 5,3 milljörðum króna. Kerecis og Kirkbi undirrituðu áskriftarsamninginn í vikunni, að því er kemur fram í bréfi til hluthafa Kerecis, sem Viðskipblaðið hefur höndum.

Gert er ráð fyrir að eignarhlutur Kirkby í Kerecis verði um 6,4% að loknu útboðinu. Kerecis er metið á 550 milljónir dala eða um 73 milljarða króna í viðskiptunum. Þau eru þó háð samþykki hluthafa á aðalfundi nýsköpunarfyrirtækisins sem fer fram þann 8. júlí næstkomandi.

DEILA