Byggðasafn Vestfjarða: kostnaður hækkar um 872 þús kr.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun 2022, vegna launakostnaðar Byggðasafns Vestfjarða. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukning kostnaðar um kr. 874.472,

Eftir breytinguna verður rekstrarafgangur Byggðasafns Vestfjarða jákvæður um 1.502.883. Vegna langvarandi veikinda í starfsmannahópi Byggðasafnsins er gert ráð fyrir 50% viðbót við eina stöðu í 1 mánuð og 40% hækkun á einni stöðu í 3 mánuði.

Viðaukinn hefur verið kynntur og samþykktur í stjórn Byggðasafns Vestfjarða.

DEILA