Bolungavíkurhöfn: 1.181 tonna afli í maí

Sirrý ÍS í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Góðu afli varð í síðasta mánuði i Bolungavík. Strandveiðibátar lönduðu 278 tonnum í mánuðinum og sjóstangveiðibátar komu með 22 tonn. Um 900 tonn kom að landi af öðrum bátum og togaranum Sirrý.

Togarinn Sirrý landaði 389 tonnum eftir 5 veiðiferðir. Ásdis ÍS aflaði 141 tonn í 16 róðrum á snurvoð og Þorlákur ÍS var með 5 tonn. Bárður SH og Esjar SH voru hvor um sig með liðlega 30 tonn.

Af línubátum var Jónína Brynja ÍS aflahæst með 122 tonn. Fríða Dagmar ÍS var með 106 tonn, Otur II ÍS með 25 tonn og Siggi Bjartar ÍS landaði 18 tonnum. Þá var Sigurvon ÍS með 8 tonn.

DEILA