Bolafjall: pallurinn opnar um næstu mánaðamót

Útsýnispallurinn á Bolafjalli. Myndir: Jón Páll Hreinsson.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík segir að útsýnispallurinn á Bolafjalli sé enn lokaður eftir veturinn og vegurinn upp á fjallið er einnig lokaður. „Við stefnum á að byrja frágang uppfrá í kringum 20.júní og gert er ráð fyrir að framkvæmdir taki viku. Það má því búast við að að pallurinn verði opnaður í kringum mánaðarmótinn júní/júlí.“ segir Jón Páll.

Hann segir mikilvægt fyrir fólk að vita að pallurinn er lokaður fyrir almennri umferð. Vegurinn upp fjallið er enn bautur og umferð hefur ekki verið hleypt á hann. „Talsvert er um að fólk gangi upp og skoði svæðið, þrátt fyrir að vegurinn sé lokaður.“ Sjálfur fór Jón Páll upp á fjallið með fjallaskíði og renndi sér niður og sagði það hafa verið frábæra ferð.

Jón Páll á pallinum.

DEILA