Björgunarskipið Gísli Jóns: tvö útköll í vikunni

Á mánudag sinnti björgunarskipið Gísli Jóns útkalli vegna vélarvana strandveiðibáts sem var 10 sjómílur út af Barða. Gekk vel að draga bátinn til hafnar. Í gærkvöldi um 21:30 barst rautt útkall vegna ferðamanns í Hornvík. Rétt liðlega 10 mínútum síðar var Gísli kominn á fulla ferð með sjúkraflutningamann. Þyrla LHG var sömuleiðis kölluð út en nokkur þoka var á svæðinu. Rétt eftir að björgunarmenn af Gísla komu að sjúklingnum kom þyrla LHG og tók sjúklinginn til Reykjavíkur. Gísli var kominn í höfn á Ísafirði kl. 02:00.

Í Hornvík.

DEILA