Vesturbyggð: hjóladagur slysavarnardeildarinnar í gær

Hinn árlegi hjóladagur Slysavarnadeildarinnar Unnar og Lionsklúbbs Patreksfjarðar var haldin í gær 16. maí við Félagsheimili Patreksfjarðar. Slysavarnakonur stilltu hjálma og sáu um að þeir sætu rétt á höfðinu, lögreglan fór yfir hjólin og fengu börnin límmiða á hjólin sín.  Hjólagörpum gafst færi á að spreyta sig á þrautabraut sem Lionsmenn settu upp. Björgunarsveitin Blakkur bauð upp á smá rúnt á fjórhjóli.
Fjölmenni var á svæðinu og virtust allir hafa gaman af.

Myndir: Eva Sóley Þorkelsdóttir.

DEILA