Vesturbyggð: 13% fjölgun íbúa

Bíldudalur

Íbúum í Vesturbyggð hefur fjölgað úr 1.020 upp í 1.153 á aðeins tveimur og hálfu ári frá 1.12. 2019 til 1.5. 2022.

Það er íbúafjölgun um 13%. Landsmönnum fjölgaði um liðlega 10% á sama tíma. Fjölgunin í Vesturbyggð er 1,3 sinnum meiri en landsmeðaltalið. Íbúafjölgun á Höfuðborgarsvæðinu varð aðeins 3,9% á þessu tímabili.

Styrking atvinnulífsins á sunnanverðum Vestfjörðum, einkum með vaxandi sjókvíaeldi á Vestfjörðum, er helsta skýringin á þessari jákvæðu breytingu í Vesturbyggð.

Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um 12 frá 1. desember 2021 til 1. maí 2022 og voru þeir 7.192. Þar munar mestu um 39 íbúa fækkun í Ísafjarðarbæ. Á móti þeirri fækkun kom 22 íbúa fjölgun í Vesturbyggð á síðustu 6 mánuðum. Breytingar í öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum síðustu 6 mánuði hefur verið lítil.

Íbúafjöldi á Vestfjörðum frá 1.12. 2019 til 1.5. 2022.

DEILA