Knattspyrnudeild Vestra fékk í gær góða heimsókn á svæðið við Torfnes. Í hópnum voru aðilar frá öllum framboðum í komandi sveitastjórnarkosningum í Ísafjarðarbæ, aðilar úr knattspyrnuhreyfingunni, aðalstjórn Vestra og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ.
Tilgangur heimsóknarboðsins var að fá allt þetta öfluga fólk í heimsókn á svæðið og ganga með okkur um knattspyrnuvellina og æfingasvæðið og fara yfir sögu og stöðu svæðisins segir Tinna Hrund Hlynsdóttir stjórnarmaður í Vestra.
„Fyrir hönd knattspyrnudeildarinnar þökkum við kærlega fyrir málefnalegt og gott spjall og virkilega góða mætingu. Við þökkum Vöndu einnig kærlega fyrir hennar góðu heimsókn og innlegg til málefnisins.“

