Strandveiðar: rúm 100 tonn á Patreksfirði

Smábátar að landa í Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Gæfir voru góðar til strandveiða í liðinni viku. Fjörtíu strandveiðibátar lönduðu samtals 102 tonnum á Patreksfirði eftir fjóra veiðidaga.

Í Bolungavík lönduðu 39 bátar í vikunni rúmlega 88 tonnum. Á Norðurfirði í Árneshreppi lönduðu 13 bátar samtals 34 tonnum og á Suðureyri voru 19 bátar með 32 tonn. Á Þingeyri voru 8 strandveiðibátar með 15 tonna afla. Sex bátar lönduðu á Flateyri samtals 8 tonnum. Á Bíldudal voru sjö bátar með 16 tonn í vikunni. Á Brjánslæk lönduðu þrír bátar 5 tonnum. Þá komu 39 tonn á land í Tálknafirði af 16 bátum. Á Drangsnesi lönduðu 4 strandveiðibátar 11 tonnum og 9 bátar lönduðu 23 tonnum á Hólmavík. Loks voru 6 bátar í Súðavík með 2 tonn.

Samtals hafa 170 strandveiðibátar borið að landi á Vestfjörðum 374 tonn í þessari viku samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Fiskistofu.

DEILA