Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda haldin um hvítasunnuhelgina

Mynd: Stilla úr kvikmyndinni Nelly & Nadine.

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin um hvítasunnuhelgina á Patreksfirði dagana 3. – 6. júní 2022. Eftir reikul ár í heimsfaraldri er hátíðin loks komin aftur í sitt upprunalega form og nú verður fagnað segir í fréttatilkynningu frá hátíðinni.

„Skjaldborg er kraftmikil uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og eina íslenska kvikmyndahátíðin sem sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar.“ 

Dagskráin í Skjaldborgarbíó verður fjölbreytt og auk heimildamynda og kynningu á verkum í vinnslu verður Kvikmyndasafn Íslands með sér dagskrárlið, Ari Eldjárn fylgir áhorfendum gegnum myndefni frá fjölskyldu sinni og Björg Sveinbjörnsdóttir frá Hversdagssafninu á Ísafirði gefur áhorfendum innsýn í hljóðin úr eldhúsi ömmu sinnar.


Þá verður heimamyndadagur hluti af hátíðinni og einn dagskrárliðurinn er heimamyndabingó sem spilað er upp úr heimagerðu myndefni Vestfirðinga. Á heimamyndadegi taka sérfræðingar Heimamyndasamsteypunnar við heimagerðum hreyfimyndum fólks á ýmsum miðlum; filmum af háaloftinu, vídeóspólum eða stafrænu efni. Farið er yfir ástand efnisins og það lagfært – og úrval heimamynda verður sýnt á stóra tjaldinu!

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Magnus Gertten en hann er margverðlaunaður heimildamyndagerðarmaður frá Svíþjóð. Hann hlaut Teddy verðlaunin á Berlinale fyrr á þessu ári fyrir heimildamyndina Nelly & Nadine sem verður jafnframt opnunarmynd Skjaldborgar í ár. 

Nelly & Nadine er ástarsaga tveggja kvenna sem felldu hugi á aðfangadag árið 1944 í Ravensbrück útrýmingarbúðunum. Þrátt fyrir aðskilnað síðustu mánuði seinni heimsstyrjaldarinnar náðu þær saman á ný og vörðu ævikvöldinu saman. Í verkinu afhjúpar dótturdóttir Nelly hina ótrúlegu og ósögðu sögu ástkvennanna sem nær yfir heimshöfin og samfélagsleg norm þess tíma.

13 myndir verða sýndar á hátíðinni auk þess sem verk í vinnslu verða kynnt.

Tíu myndir verða frumsýndar á Skjaldborg en við þær sérstöku aðstæður sem sköpuðust í samfélaginu á undanförnum árum var Skjaldborg aflýst árið 2021 og því hefur þremur myndum frá því ári verið boðin þátttaka í hátíðinni. 

Alexander

Leikstjóri: Óli Hjörtur Ólafsson

Framleiðandi: Óli Hjörtur Ólafsson og Arnór Gíslason

Árni

Leikstjóri: Allan Sigurðsson og Viktoría Hermannsdóttir

Framleiðandi: Allan Sigurðsson, Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm Sólmundarson

Börn kvótakerfisins

Leikstjóri: Björg Sveinbjörnsdóttir

Framleiðandi: Björg Sveinbjörnsdóttir

Díflissudúfa

Leikstjóri: Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko

Framleiðandi: Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko

Hvunndagshetjur

Leikstjóri: Magnea Björk Valdimarsdóttir

Framleiðandi: Júlíus Kemp, María Lea Ævarsdóttir og Magnea Björk Valdimarsdóttir

Kvikmyndafélag Íslands

Hækkum rána

Leikstjóri: Guðjón Ragnarsson

Framleiðandi: Margrét Jónasdóttir

Sagafilm

Í öruggum höndum

Leikstjóri: Hera Fjord

Framleiðandi: Hera Fjord

Moses í mynd

Leikstjóri: Helgi Jóhannsson

Framleiðandi: Ólafur Páll Torfason og Helgi Jóhannsson

Sundlaugasögur

Leikstjóri: Jón Karl Helgason

Framleiðandi: Jón Karl Helgason

JHK Films

Thinking about the Weather

Leikstjóri: Garðar Þór Þorkelsson

Framleiðandi: Jamie Mcdonald

Wandering Star

Leikstjóri: Ari Allansson

Framleiðandi: Ari Allansson

Vatnavísundurinn

Leikstjóri: Kamilla Gylfadóttir

Framleiðandi: Syros International Film Festival

Tídægra

Leikstjóri: Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnason

Framleiðandi: Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnason

Elsku Rut og Lokaútgáfan

DEILA