Örnu Láru sem bæjarstjóra Ísafjarðabæjar

Kristján Andri Guðjónsson.

Mér er bæði mjög ljúft og skylt að lýsa stuðningi við Í-listann í Ísafjarðarbæ í sveitarstjórnarkosningunum þann 14. maí. Ég vil sérstaklega minnast á eina manneskju á listanum, þó allir þar séu flottir frambjóðendur! Það er bæjarstjóraefni listans, Arna Lára Jónsdóttir. Ég hef starfað með henni í sveitarstjórnarmálunum frá árinu 2006 til dagsins í dag, bæði sem vara- og aðalbæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Á þessum tíma og vettvangi hef ég ekki starfað með betri manneskju en Örnu Láru. Hún hefur allt það sem góðan bæjarstjóra sæmir. Hún hefur gríðarmikla þekkingu á rekstri Ísafjarðarbæjar, hún hefur góða yfirsýn yfir stjórnsýslu sveitarfélagsins, hún er góð í mannlegum samskiptum, tekur öllum vel og er með afburðum talnaglögg. Ég hef alltaf getað leitað til Örnu Láru með hin ýmsu mál og alltaf hefur hún tekið mér vel. Við höfum átt mörg trúnaðarsamtöl og aldrei hefur borið skugga á okkar góðu vináttu og trúnað.

Að fengnum kynnum veit ég að Arna Lára er mjög vel til þess fallin að leiða Ísafjarðarbæ til betri vegar. Það mun hún gera af heilindum og með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Ég kýs Í-listann og Örnu Láru á kjördag!

Kristján Andri Guðjónsson, Ísafirði.

DEILA