Möguleikar hlutauppskeru í þangrækt í Færeyjum

Í dag,þriðjudaginn 10. maí, kl. 13:00, mun Jennifer Koester verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi í Háskólasetrinu en er einnig aðgengileg á Zoom.

Ritgerðin ber titilinn „Trying to grow like a weed: The impact of partial harvests on Alaria esculenta yield, quality, and cost“ og fjallar um möguleika hlutauppskeru í þangrækt í Færeyjum.

Fyrsti leiðbeinandi verkefnisins er dr. Agnes Mols-Mortensen, rannsóknastjóri hjá TARI Faroe Seaweed. Annar leiðbeinandi Eyðfinn Magnussen, dósent í líffræði við Háskólann í Færeyjum, Fróðskaparsetur Føroya. Prófdómari er dr. Peter Krost, sérfræðingur í sjávarlíffræði við Coastal Research and Management í Kiel í Þýskalandi og kennari við Háskólasetur Vestfjarða.

Nánari upplýsingar um verkefnið má lesa í útdrætti á ensku.

DEILA