Í dag kl 18 mætir knattspyrnulið Vestra í karlaflokki liði Aftureldingar í Mosfellsbæ á Olisvellinum í 32 liða úrslitum i Mjólkurbikars KSÍ. Verður þetta fyrsti leikur Vestra á heimavelli á þessu ári.
Liðið leikur í Lengjudeildinni í Íslandsmeistaramótinu og hefur þurft vegna aðstöðuleysins að leika þrjá fyrstu leiki tímabilsins á útivelli. Liðið vann Aftureldingu í Mosfellsbænum 2:0 fyrir rúmri viku og hefur tapað fyrir Gróttu og gert jafntefli við Þrótt í Vogum á Vatnsleysuströnd.