Landsvirkjun greiðir 15 milljarða króna í arð til ríkisins

Á aðalfundi Landsvirkjunar fyrir helgina var samþykkt til­laga stjórn­ar um arðgreiðslu til eig­enda að fjár­hæð 15 millj­arðar króna fyr­ir árið 2021.

Rekstrartekjur síðasta árs voru nærri 80 milljarðar króna og hagnaður um 30 milljarðar króna. Af hagnaði eru greiddar um 10 milljarðar króna í tekjuskatt.

Eignir Landsvirkjunar eru bókfærðar á um 580 milljarða króna og eigið fé þar af eru um 310 milljarðar króna.

3,2 milljónum tonnum af CO2 afstýrt

Fram kom í ávarpi forstjóra Harðar Arnarsonar að kolefnisspor fyrirtækisins var einungis 1,2 grömm af koldíoxíðígildum á kílóvattstund, sem er einstaklega lítið. Þá hafi svokölluð forðuð losun verið nærri 3,2 milljónir tonna af CO2-ígildum á árinu. „Forðuð losun er sú losun sem komið er í veg fyrir þegar viðskiptavinir velja að kaupa raforku af okkur frekar en á meginlandi Evrópu, en þessi tala yrði um tvöfalt hærri ef miðað væri við heiminn allan.“

Gunnar Tryggvason í stjórn

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Jón Björn Hákonarson og Soffía Björk Guðmundsdóttir.

DEILA