Kaldrananeshreppur: Finnur áfram oddviti

Finnur Ólafsson.

Fysrti fundur Kaldrananeshrepps var í fyrradag. Finnur Ólafsson var endurkosinn sem oddviti sveitarstjórnar með 4 atkvæðum og Hildur Aradóttir fékk 3 atkvæði í embætti varaoddvita. Kosið var í nefndir og ráð. Aðrir í sveitarstjórninni eru Halldór Logi Friðgeirsson, Ísabella Benediktsdóttir og Arnlín Óladóttir.

Í Súðavík verður fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar á laugardaginn kemur 4. júní. Bragi Thoroddsen sveitarstjóri var kjörinn í sveitarstjórnina og fékk flest atkvæði. Hann gefur kost á sér áfram sem sveitarstjóri. Aðrir sveitarstjórnarmenn eru Aníta Björk Pálínudóttir, Yordan Slavov Yordanov, Jónas Ólafur Skúlason og Kristján Rúnar Kristjánsson.

 

DEILA