Ísafjarðarhöfn: 841 tonn landað í apríl

Klakkur ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

Alls var landað 841 tonnum í aprílmánuði. Þar af voru 278 tonn af afurðum úr Júlíusi Geirmundssyni ÍS eftir tvær veiðiferðir.

Togaranir Páll Pálsson ÍS og Stefnir ÍS voru báðir á veiðum í mánuðinum. Páll landaði 316 tonnum og Stefnir 190 tonnum, báðir eftir þrjár veiðiferðir.

Klakkur ÍS var á rækjuveiðum og landaði 56 tonnum eftir tvo túra.

Loks bar það til tíðinda að að Hulda ÍS 40 fór í róður með handfæri og kom með liðlega eins tonna afla.

DEILA