Í listinn fékk meirihluta í Ísafjarðarbæ

Ísafjörður séð frá Nausthvílft. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Talningu er lokið í Ísafjarðarbæ. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll og Í listinn vann hreinan meirihluta og fékk fimm bæjarfulltrúa.

Í listinn vann einn bæjarfulltrúa af Sjálfstæðisflokknum, sem fékk 2 fulltrúa. Framsóknarflokkurinn hélt sínum 2 fulltrum.

Kjörsókn var 71,7%. Á kjörskrá voru 2.775.

Í-listi Ísafjarðarlistans fékk 897 atkvæði 46,3% atkvæða og fimm fulltrúa

B-listi Framsóknar fékk 473 atkvæði 24,4% atkvæða og tvo fulltrúa

D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 479 atkvæði 24,7% atkvæða og tvo fulltrúa

P-listi Pírata hlaut  90 atkvæði 4,6% atkvæða og engan fulltrúa.

Næstu bæjarstjórn í Ísafjarðarbæ skipa Gylfi Ólafsson, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Magnús Einar Magnússon,
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir fyrir Í lista, Jóhann Birkir Helgason og Steinunn Guðný Einarsdóttir af D lista og Kristján Þór Kristjánsson og Elísabet Samúelsdóttir af lista Framsóknarflokksins.

DEILA