Hreinni Hornstrandir : skráning hafin

Frá síðustu freð Hreinna Hornstranda. Mynd: Hreinni Hornstrandir.

Áætlað er að fara í árlega hreinsunarferð á Hornstrandir helgina 24.-25. júní með um 25 manna hóp. Áætlað er að sigla að morgni föstudagsins 24. júní í Hrafnfjörð og ganga þaðan yfir í Furufjörð og byrjað verður að hreinsa um leið og komið er á svæðið. Þáttakendur þurfa að taka með sér tjald og mat fyrir tvo daga en gist verður í tjöldum í Furufirði. Á laugardeginum verður unnið sleitulaust við hreinsun í firðinum og þurfa því þáttakendur að vera vant útivistarfólk sem er til í hörku vinnu. Þegar búið er að hreinsa upp á laugardeginum verður siglt til hafnar á Ísafirði en áætluð heimkoma er seint á laugardagskvöldinu. Eins og undanfarin ár er fyrirséð að færri komist að en vilja.

Það er hinsvegar vel þess virði að láta á það reyna og senda inn umsókn á upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbær á netfangið: tinnaolafs@isafjordur.is

DEILA