Fýsileiki ferjusamgangna við Vestfirði

Fimmtudaginn 12. maí, kl. 16:00, mun Douglas Robinson verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi í Háskólasetrinu en er einnig aðgengileg á Zoom.

Ritgerðin ber titilinn „ A Ferry-tale Ending? Evaluating the sustainability case for restoring ferry services from Reykjavík to Ísafjörður“ og fjallar um fýsileika þess að koma á ferjusamgöngum á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins, sjá nánar í útdrætti hér að neðan.

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. David Cook, nýdoktor við Háskóla Íslands og kennari við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er Dr. Þórodur Bjarnason, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Útdráttur

Það fylgja því miklir erfiðleikar að fólksfækkun í dreifbýli og aðgengi þessara dreifbýlissvæða haldist í hendur. Þetta þykir meira áberandi í samfélögum á norðurslóðum þar sem veður er öfgakennt og byggðin dreifð. Þetta má sjá á Vestfjörðum þar sem skortur á aðgengi allt árið í kring hefur áhrif á líf og lifnaðarhætti íbúa og fyrirtækja. Áður fyrr voru farþegar og farmur fluttur sjóleiðis milli þessara byggðarlaga og til höfuðborgarsvæðisins og fjallar þessi ritgerð um hagkvæmni þess að koma aftur af stað tengingunni sjóleiðis og það í nútímavæddri ferju sem knúin er áfram með hreinni orku, sem þjónar svæðinu daglega til þess að efla aðgengi til og frá Vestfjörðum. Farið er í gegnum kostnaðar- og ávinningsgreiningu, umhverfismat, könnun sem sett var fram til íbúa og ferðamanna á staðnum er varðar greiðsluvilja, ásamt sjónarmiði sérfræðinga í gegnum viðtalsferlið. Niðurstöðurnar sýna að þó að vissulega sé mikil eftirspurn eftir umræddi þjónustu og engar stórar eða tæknilegar hindranir standa í vegi fyrir því, sé á sama tíma ekki hagkvæmt að innleiða þjónustuna á þessu stigi. Aðeins ein af hverjum sex sviðsmyndum leiddi til jákvæðs hreins núvirðis. Færa má rök fyrir því að þjónustan geti skapað sína eigin eftirspurn með tímanum, eða að efnahagslegir kostir verði á öðrum sviðum, það er þó enn ósannað. Einungis ríkistyrkur gæti gert þjónustuna arðbæra. Eitt er þó ljóst að mikil óánægja ríkir með núverandi ástand á samgöngum í sveitarfélögum á Vestfjörðum og sérstaklega hjá þeim atvinnurekstri sem reiðir sig á daglega tengingu við höfuðborgina. Lausnir sem koma til með að bæta það sem viðgengst í dag eru nú nauðsynlegar til þess að gera Vestfirðina að sjálfbærara svæði.

DEILA