Fyrir hverju standa Píratar eiginlega – og hvers vegna ættir þú að kjósa flokkinn?

Píratar berjast fyrir meira lýðræði, meira gagnsæi og meiri heiðarleika í stjórnmálum. Þegar þú kýst Pírata þá greiðirðu atkvæði með sterkara og traustara samfélagi sem færir valdið til fólksins.

Sunnudaginn 8. maí ætla Píratar í Ísafjarðarbæ að hittast á Silfurtorgi klukkan 15:00 til að ræða saman um framtíð Ísafjarðar og halda veglegt pálínuboð. Ég ætla að mæta – og þér er boðið líka!

Pálínuboðið er frábært tækifæri til að kynnast frambjóðendum Pírata í Ísafjarðarbæ og tala um kosningarnar, áherslumál Pírata og allt það sem flokkurinn stendur fyrir – svo ekki hika við að líta við og slá tvær flugur í einu höggi, svala forvitninni og borða góðan mat á sama tíma.

Nægar veitingar verða í boði og í þokkabót verður Jötunn átvagn á svæðinu, svo það væsir sannarlega ekki um okkur. Það eina sem þú þarft að koma með í farteskinu er góða skapið.

Ég hlakka til að kíkja í heimsókn á Ísafjörð og taka gott spjall um stjórnmálin, stöðuna á Vestfjörðum og hvaðeina annað sem okkur gæti dottið í hug að ræða yfir kræsingunum.

Sjáumst hress og kát á sunnudaginn.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Höfundur er þingmaður Pírata

DEILA