Byggðaáætlun: aðgerðin héraðslækningar mistókst

Bjarni Jónsson, alþm.

Í stefnumótandi byggðaáætlun Alþingi fyrir árin 2018-2024 var verkefnið Héraðslækningar sem ætlað var til þess að fjölga heilsugæslulæknum á landsbyggðinni með því að koma á tveggja ára námi sem býr heilsugæslulækna undir starf í dreifbýli. Ráða átti kennslustjóri og skipa kennslunefnd og bjóða upp á námið eigi síðar en 2020. Varið var 2,5 m.kr. til verkefnisins af fjármunum byggðaáætlunar.

Bjarni Jónsson, alþm spurði heilbrigðisráðherra um stöðu verkefnisins. Í svari ráðherra kemur fram að „undirbúningur verkefnisins fór hins vegar ekki eins og að var stefnt í upphafi svo að aðgerðin fór aldrei af stað. Þar sem aðgerðin var ekki virk var að lokum ákveðið að taka hana út úr nýrri byggðaáætlun, a.m.k. í bili. Það má svo endurskoða ef og þegar ástæða er til.“

Í haust er ráðgert að 94 sérnámslæknar verði í námi í heimilislækningum. Af þeim verða 36 í sérnámsstöðum á landsbyggðinni eða rúmlega 38% sérnámslæknanna. Af þeim 36 er einn við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Alls eru 7 læknar starfandi við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og 145 stöðugildi lækna á landsbyggðinni.

DEILA