Fimmtudagur 24. apríl 2025

Bolungavík: Baldur Smári strikaður út á 15 seðlum

Auglýsing

Ekki var mikið um breytingar á kjörseðlum í bæjarstjórnarkosningunum í Bolungavík. Af 484 kjörseðlum var 25 breytt. Oftast var nafn Baldurs Smára Einarssonar efsta manns á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra strikað út eða á 15 kjörseðlum af 218. Annar maður á sama lista Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir fékk 4 útstrikanir og Anna Magdalena Preisner var 2 sinnum sett í 2. sæti.

Minna var um breytingar á K listanum.

Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir efsti maður listans var strikuð út tvisvar sinnum, Monika Gawek var strikuð út einu sinni og Guðbergur Ingólfur Arnarson, Ketill Elíasson og Reimar Vilmundarson voru strikaður út einu sinni hver.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir