Aðgát við vegi vegna sauðjár

Sauðfé við veginn. Mynd af vef Savetravel.is.

Sauðburður er langt kominn og bændur á Vestfjörðum farnir að huga að því að sleppa fé út. Ólíkt því sem er víða annars staðar á landinu þá eru engir afréttir og féð allt á heimalöndum bænda. Féð er því fyrst um sinn meira við vegi hér vestar en víða annars staðar.

Full ástæða er fyrir vegfarendur á næstunni að hafa á sér gát og varast sauðfé við veginn.

Jóhann Ágústsson, sauðfjárbóndi á Brjánslæk sagðist sakna þess að Vegagerðin hafi ekki sett upp vegmerkingar til að vara við sauðfé og vísaði hann til þess að erlendir ferðamenn væru vanir slíkum merkingum af sínum heimaslóðum. Hvatti hann Vegagerðina og sveitarstjórnarmenn til þess að bæta úr þessu.

DEILA