Vestfirðir: íbúum fækkaði um 13 í mars

Bíldudalur.

Íbúum á Vestfjörðum fækkaði um13 í marsmánuði. Þeir voru 7.189 í byrjum mánaðarins en 7.176 í lok hans. Í sex sveitarfélögum voru litlar breytingar milli mánaða en í þremur sveitarfélögum voru umtalsverðar breytingar. Í Vesturbyggð fjölgaði um 17 manns. Íbúafjöldinn fór úr 1.127 í 1.144. En bæði í Ísafjarðarbæ og Bolungavík varð fækkun. Í Ísafjarðarbæ fækkaði úr 3.834 íbúum í 3.813 eða um 21 íbúa og í Bolungavík fækkaði úr 954 í 946. Þá má nefna að fjölgun varð í Tálknafjarðarhreppi úr 253 í 257.

Það leynir sér ekki að viðvarandi fjölgun íbúa síðustu ár er í þeim sveitarfélögum þar sem laxeldið er hvað öflugast, Vesturbyggð og Tálknafirði.

Íbúafjöldinn 1.des. 2021 var 7.204 og 7.176 1. apríl 2022.

DEILA