Þingeyri: endurbygging innri hafnargarðs

Þingeyrarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrir hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar voru í vikunni lagðar tillögur um endurbyggingu og stækkun innri hafnar á Þingeyri.

Í minnisblaði Vegagerðarinnar eru 3 tillögur um endurbyggingu innri hafnargarðsins. Hafnarstjórn varð sammála um að leggja til við bæjarstjórn að tillaga tvö úr minnisblaði, endurbygging og 30 m lenging á innri viðlegukanti og frestun á endurbyggingu s.k. kassa, verði valin til að tryggja að starfsemi á höfninni raskist sem minnst.
Einnig vill hafnarstjórn athuga möguleika á því að lengja nýtt þil enn frekar.

Verkefnið er inn á samgönguáætlun Alþingis og er því lýst þannig:

Þingeyri: Endurbygging innri hafnargarðs, 1. áfangi 115 m, dýpi 5–7 m Áætlað er að kaupa stálþilsefni í kantinn árið 2023 og hefja rekstur 2024 og steypa síðan þekjuna annaðhvort sama ár eða 2025 eftir verkframvindu.

Stálþilskantarnir voru byggðir í kringum 1966. Hafnarstjóri nefndi það að áhugi væri fyrir því að lengja innri kantinn í átt að landi til að auka viðlegurými. Endurbyggingar geta fengið 75% mótframlag úr hafnabótasjóði en nýbyggingar 60% mótframlag án vsk.

DEILA