Þingeyri: diskótek um helgina

Næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld mun Johnny Ensjall breskur blaðamaður og plötusnúður,skipuleggjandi Detour disco koma vestur og standa fyrir diskóteki í Félagsheimilinu á Þingeyri. Hann kom í október og kannaði allar aðstæður og lét til skarar skríða í febrúar. Nánast uppselt var, rúmlega 100 miðar fyrir hvort kvöld. Nokkrir miðar eru enn til á föstudagskvöldið fyrir dýrfirska diskódansara og verða seldir í Blábankanum.

Diskotekið er í anda sjöunda áratugsins á síðustu öld og kallar plötusnúðurinn það Partíið við jaðar heimsins eða Detour Discotheque.

DEILA