Þriðjudagur 29. apríl 2025

Orkubú Vestfjarða styður Skjaldborgarhátíðina

Auglýsing

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda og Orkubú Vestfjarða endurnýjuðu á dögunum langtímasaming um stuðning Orkubúsins við hátíðina en Orkubúið hefur verið einn helsti bakhjarl hátíðarinnar frá árinu 2018. Stjórn Skjaldborgar þakkar stuðning Orkubúsins við hátíðina og um leið menningarlíf Vestfjarða en hátíðin er með stærri og rótgrónari viðburðum á Vestfjörðum.

Skjaldborg hlaut viðurkenninguna Fyrirmyndarverkefni Sóknaráætlunar Vestfjarða 2021 og Eyrarrósina árið 2020 fyrir framlag sitt til menningar á landsbyggðinni.

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda verði haldin á Patreksfirði, hvítasunnuhelgina 3.-6. júní.

Frá skrúðgöngu Skjaldborgarhátíðar 2019.

Myndir: Hrund Atladóttir



Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir