Önundarfjörður: leitað að frístundaveiðibát

Mynd: LHG.

Landhelgisgæslan hóf leit að frístundaveiðibát, Bobby 9, sem var í Önundarfirði með 6 manns um borð, allt Þjóðverjar. Samband rofnaði við bátinn á fjórða tímanum þegar hann var í mynni Önundarfjarðar. Klukkan 17:45 náðist loks samband við bátinn þegar hann var á siglingu inn Öndunarfjörð og var þá viðbragð þyrlusveitar og björgunarsveitar afturkallað.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum. Að auki voru skip og bátar í grenndinni beðin um að halda á staðinn og svipast um eftir bátnum. 

DEILA