Oddviti framboðslista og bæjarstjóri sækja um starf í Innviðaráðuneytinu

Þorgeir Pálsson er oddviti og sveitarstjóri í Strandabyggð.

Þorgeir Pálsson, fyrrv. sveitarstjóri í Strandabyggð og oddviti Strandabandalagsins T-lista fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er meðal umsækjenda um embætti skrifstofustjóra sveitarfélaga og byggðamála í Innviðaráðuneytinu. Telja verður ólíklegt að hann geti sinnt starfi sveitarstjórnarmanns í Strandabyggð samhliða embættinu.

Þá sækir einnig um starfið Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð. Meðal annarra umsækjenda eru Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur fyrrverandi sveitarstjóri í Reykhólahreppi, Ágúst Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík og Þröstur Óskarsson, sérfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Alls sóttu 21 um starfið samkvæmt upplýsingum frá Innviðaráðuneytinu.

Þeir eru:

Aðalsteinn Eyþór Þorsteinsson, forstjóri

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, sérfræðingur

Ágúst Kristinn Björnsson, framkvæmdastjóri

Baldur Pétursson, verkefnastjóri

Baldur Þórir Guðmundsson, sérfræðingur

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur

Eva Björk Harðardóttir, fv. oddviti

Friðrik Ólafsson, verkfræðingur

Guðbjörg Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur

Guðni Geir Einarsson, skrifstofustjóri

Gunnlaugur Sighvatsson, ráðgjafi

Gunnlaugur Sverrisson, skrifstofustjóri

Harpa Ólafsdóttir, skrifstofustjóri

Hrönn Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri

Sigríður Björk Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri

Silja Dögg Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur

Svanhildur Jónsdóttir, verkfræðingur

Þorgeir Pálsson, fv. sveitarstjóri

Þröstur Óskarsson, sérfræðingur

DEILA