Nemendagarðar HV: kostnaður 782 m.kr.

Væntanleg lóð nemendagarðanna er við Fjarðarstræti 20.

Endanlegar tölur yfir fyrirhugaða nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða við Fjarðarstræti á Ísafirði eru að stærðin er um 1.600 fermetrar og að byggingarkostnaður er áætlaður 782,5 m.kr. Þetta kemur fram í bréfi Háskólsetursins til bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ.

Stofnframlag bæjarins er 12% eða 93,9 m.kr sem er um 20 m.kr. umfram fyrstu áætlanir. Helmingur stofnframlagsins, 50%, greiðist við upphaf framkvæmda eða 46.948.800 kr. Fer sú fjárhæð í að greiða gjöld við sveitarfélagið sem eru gatnagerðagjöld, byggingaleyfisgjöld og mæla og tengigjöld og eru áætluð 20,3 m.kr. Áætlað útgreitt á árinu 2022 er því 26,6 m.kr. og við verklok á árinu 2023 kr. 46,9 m.kr.

Framlag Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er 18% af byggingarkostnaði eða um 141 m.kr.

Bæjarráð afgreiddi málið frá sér til bæjarstjórnar og lagði til að það yrði samþykkt sem var gert á síðasta bæjarstjórnarfundi með öllum 9 atkvæðum bæjarfulltrúa.

DEILA