Laugardagur 19. apríl 2025

Litadýrð í öðru ljósi

Auglýsing

Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir listljósmyndari og kvikmyndatökumaður búsett í Osló sýnir verk sín í Gamla Sjúkrahúsinu á Ísafirði dagana 13.-30. apríl.

TRUE COLOURS er hluti af meistaraverkefni Jónínu í Fine Arts in Film við Den Norske Filmskolen.

Árið 2021 vann hún verðlaun og viðurkenningu fyrir tvær myndir úr sýningu TRUE COLOURS í alþjóðlegu ljósmyndakeppninni The International Photography Awards ™ (IPA). Jónína sérhæfir sig í sjónrænni hönnun og leggur áherslu á samspil ljóss og lita í verkum sínum.

Með infrarauðri ljósmyndavél dregur Jónína fram litadýrð sem sýnir heiminn í öðru ljósi.


Sýningin var opnuð í dag, miðvikudaginn 13. apríl. Hægt er að skoða sýninguna á opnunartíma safnsins

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing
Auglýsing

Fleiri fréttir