Íslensk saltfiskveisla í Katalóníu samhliða sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Rúmlega 100 veitingastaðir í Katalóníu-héraði á Spáni munu kynna íslenskan saltfisk undir slagorðinu Tellem el Bacallá (Katalónska: Smakkaðu saltfiskinn), og bjóða upp á saltfisk frá Íslandi á matseðli sínum næsta mánuð.

Kynningin, sem er samstarf milli markaðsverkefnisins Bacalao de Islandia, Estrella Damm bjórframleiðandans og Félags saltfiskútvatnara á Spáni, hefst í dag og stendur til 5. Júní. Þetta er í fimmta skipti sem þessir aðilar taka saman höndum um að kynna íslenskan saltfisk á Spáni, en kynningin í ár er þó sú veigamesta sem ráðist hefur verið í til þessa, en aldrei hafa fleiri veitingastaðir tekið þátt.

Kynningin fer fram samhliða upphafi stórrar alþjóðlega sjávarútvegs- og sjávarútvegstæknisýningar fer fram í Barcelona. Alls eru 27 íslensk fyrirtæki stödd á sýningunni að þessu sinni til þess að hitta kaupendur og mynda ný viðskiptatengsl. Alls eru um 26.000 manns sem sækja sýninguna, þarf af um 15.000 kaupendur.

Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem þessi sýning fer fram vegna heimsfaraldusins og í fyrsta skipti sem hún er haldin í Barcelona. Sama sýning hefur fram til þessa farið fram í Brussel og verið árviss viðburður á meðal margra fyrirtækja í sjávarútvegi og sjávarútvegstækni.

DEILA