Ísafjarðarhöfn: fyrsta skemmtiferðaskip ársins

AidaSol. Myndin tekin úr vefmyndavél Snerpu/Eggert Stefánsson.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins er komið til Ísafjarðar. Það er AidaSol 71 þúsund tonn að stærð og 253 metrar að lengd og var hleypt af stokkunum 2011. Skipið tekur nærri 2200 farþega. Ætla má að hafnagjöld skipsins verði um 5 milljónir krónafyrir þessa heimsókn.

DEILA