Ísafjarðardjúp: Hábrún leggur fram matsáætlun um 11.500 tonna framleiðslu af regnbogasilungi

Hábrún ehf. í Hnífsdal hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun um eldi á 11.500 tonnum af regnbogasilungi í sjókvíum á fjórum svæðum í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætlun er lýst helstu umhverfisþáttum á sjókvíaeldisstöð. Farið er yfir framleiðsluferli á 11.500 tonna eldi, eldisstofni, fóðurnotkun og losun á næringarefnum. Þá er lýst hugsanlegum umhverfisáhrifum eldisins, þeim gögnum sem til eru og þeim rannsóknum sem þarf að gera og hugsanlegum mótvægisáðgerðum.

Áfromað er að eldið verði í sjókvíum á fjórum stöðum í Ísafjarðardjúpi: Hestfirði, Hnífsdal, Naustavík á Snæfjallaströnd og Drangsvík á Snæfjallaströnd.

Óskað er eftir að Ísafjarðarbær gefi umsögn matsáætlunina.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemd við matsáætlun Hábrúnar ehf., vegna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi.

Björgvin Hilmarsson, fulltrúi Í-listans lét bóka:

„Það er erfitt fyrir nefndina að veita umsögn í svona máli. Eru til einhverjir staðlar eða verklagsreglur til hjá sveitarfélaginu varðandi það hvað þykir eðlilegt þegar að þessu kemur? Við hvað er að styðjast þegar því er velt upp hvort framkvæmdaraðili sé að vinna að umhverfismati á „réttan“ eða fullnægjandi hátt? Eitthvað þarf að vera til að byggja á og miða við þegar umsagnaraðili metur það hvort eitthvað vanti upp á?“

DEILA