Ísafjarðarbær styrkir Tónlistarfélag Ísafjarðar í 10 ár

Húsnæði Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Gengið hefur verið frá samningi til 10 ára milli Tónalistarfélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar um styrk sveitarfélagsins við starfsemi Tónlistarfélagsins. Ísafjarðarbær veitir Tónlistarfélagi Ísafjarðar árlegan styrk sem nemur álögðum
fasteignagjöldum af fasteigninni að Austurvegi 11, Ísafirði. Fyrir yfirstandandi ár er fjárhæðin 2.258.700 kr. Á móti skuldbindur Tónlistarfélagið sig til þess að standa að rekstri Tónlistarskóla á Ísafirði að Austurvegi 11, Ísafirði, ásamt tónlistarkennslu í öðrum byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar. Þá skal Tónlistarfélagið tryggja að húsinu sé haldið við á viðunandi hátt.

Unnið hefur verið að samningnum síðan á haustdögum 2018.

Undir samninginn rituðu Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri og Steinþór Bjarni Kristjánsson, formaður stjórnar Tónlistarfélags Ísafjarðar.

DEILA