Föstudagurinn langi: píslarganga og helgiganga auk píslarsögu

Safnaðarheimili Hólskirkju er í þessu húsi.

Í safnaðarheimili Hólskirkju í Bolungavík verður lesið úr Píslarsögu Jesú Krists, allir eru velkomnir. Hefst upplesturinn kl 11 og stendur til kl 13.

Í Önundarfirði verður helgiganga. Lagt af stað frá Flateyrarkirkju kl. 10 og gengið yfir í Holtskirkju. Fólk verður aðstoðað við að komast aftur í bíla sína.  Ókeypis og allir velkomnir.

Í Dýrafirði verður Píslarganga sem hefst kl 9. Haldið verður í píslargönguna frá Þingeyrarkirkju þar sem ferðin einnig endar 5-6 klukkustundum síðar. Gengið verður inn í fjarðarbotn og aftur til baka og er gangan 36 kílómetrar.

Það verður líka helgiganga í Dýrafirði sem hefst kl 11.15. Gangan hefst með örhelgistund á grunni Sandakirkju í Dýrafirði, þaðan sem gengið verður að Þingeyrarkirkju. Gönguleiðin er um 3 kílómetrar og er gangan hugsuð fyrir unga sem aldna og ekki verður farið hratt yfir. Að göngu lokinni verður þátttakendum boðið upp á dýrindis fiskisúpu.

DEILA