Fossavatnsgangan: Snorri og Andrea sigruðu

Skíðagöngukeppnin Fossavatnsgangan fór fram á Ísafirði í gær, 2. apríl. Samtals voru um 500 manns mætt í startið í 12,5, 25 og 50 km göngunum í gærmorgun og voru 318 þeirra skráð í 50 km gönguna. 

Veðrið var eins og best er á kosið; hiti rétt yfir frostmarki, logn eða hæg gola og lágskýjað fram eftir morgni. Aðstæður í brautinni voru einnig góðar, jafnt færi nánast alla leið.

Sigurvegarar í 50 km voru þau Andrea Kolbeinsdóttir, landsliðskona í frjálsum íþróttum, og Snorri Einarsson, sem keppti í skíðagöngu fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Beijing.

Sigurvegarar í 50 km

Karlaflokkur:

1. Snorri Einarsson 1986 IS – 02:29:08.9 (Sölvey stjúpdóttir hans tók við verðlaununum)
2. Dagur Benediktsson 1998 IS – 02:31:49.1 +02:41
3. Jan Svoboda 1966 CZ – 02:46:48.7 +17:40
Kvennaflokkur:
1. Andrea Kolbeinsdóttir 1999 IS – 03:07:50.3
2. Gígja Björnsdóttir 1998 IS – 03:09:12.9 +01:22
3. Mari Jaersk 1987 IS – 03:15:14.3 +07:24
Sigurvegarar í 25 km
Karlaflokkur:
1. Ástmar Helgi Kristinsson 2005 IS – 01:32:31
2. Grétar Smári Samúelsson 2006 IS – 01:37:28 +04:57
3. Sigurjón Hallgrímsson 1990 IS – 01:49:19 +16:48
Kvennaflokkur:
1. Anna Cecilia Inghammar 1977 IS – 01:56:02
2. Laura Ojaots 1978 EE – 02:09:36 +13:34
3. Patrycja Fidorowicz 1979 PL – 02:14:22 +18:20
Sigurvegarar í 12,5 km
Karlaflokkur:
1. Eyþór Freyr Árnason 2008 IS – 00:44:55
2. Árni Freyr Elíasson 1974 IS – 00:46:07 +01:12
3. Benedikt Stefánsson 2006 IS – 00:48:00 +03:05
Kvennaflokkur:
1. Dagný Emma Kristinsdóttir 2009 IS – 00:48:03
2. Árný Helga Birkisdóttir 2007 IS – 00:53:41 +05:38
3. Christa Joder 1977 CH 01:02:50 +14:47

Myndir: Gusti Productions

DEILA