Flateyri: vilja nýtt hættumat sem fyrst

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að þrýsta á Ofanflóðasjóð að gefa út nýtt hættumat fyrir Flateyri eins fljótt og auðið er.

Þetta var ákveðið í framhaldi af kynningu Hjörleifs Finnssonar, verkefnastjóra á Flateyri, um stöðu Flateyrarverkefnisins á vordögum 2022 fyrir bæjarráði í síðustu viku.

Fram kom hjá Hjörleifi að nýtt hættumat hefur ekki verið staðfest af ráðherra og er í gildi bráðabirgðahættumat. Hjörleifur hefur eftir fulltrúa Ofanflóðasjóðs að Hættumatsnefnd verði ekki skipuð fyrr en eftir að framkvæmdum ljúki. Hjörleifur segir á ríðandi að íbúar búi ekki við óvissu í mörg ár.

Meðal tillagna sem fram hafa náð að ganga eru að lögreglumaður eða almannavarnarfulltrúi í umboði lögreglustjóra er staðsettur á Flateyri og einnig hefur skipulag og viðbúnaður almannavarna verið yfirfarið og endurbætt. Hins vegar hafa engar æfingar verið haldnar og kynningarmál eru almennt í miklum ólestri fyrir nýja íbúa og íbúa af erlendu bergi brotnu, segir í kynningu Hjörleifs.

Varðandi samgöngumál þá liggja fyrir tillögur eða valkostir um bættar snjóflóðavarnir á Flateyrarvegi um Hvilftarströnd en ekkert fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd.