Fjórðungsþing að vori á miðvikudaginn

67. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, verður haldið á Ísafirði 6. apríl 2022 frá kl 15:30-17:00.

Á dagskrá verða:

1. skýrsla stjórnar og rekstrareininga, sem FV ber ábyrgð á,

2. afgreiðsla ársreikninga og skýrslu endurskoðenda FV og rekstrareininga sem FV
ber fjárhagslega ábyrgð á,

3. endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir líðandi starfsár.

4. ákvörðun dagsetningar haustþings og umfjöllunarefnis.

5. Kosning kjörnefndar fyrir haustþing.

Þingið er haldið í sal Edinborgarhússins, Aðalstræti 7, Ísafirði.

Orkumál verða sérstaklega tekin til umfjöllunar. Haldið verður málþing um orkumál á Vestfjörðum og gert ráð fyrir að afgreiða ályktun um orkumálin.

Stjórn Fjórðungssambandsins leggur til að 67. Fjórðungsþing að hausti verði haldið á Patreksfirði dagana 9. og 10. september og að yfirskrift þingsins verði Samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum á komandi kjörtímabili.

DEILA